Reisa á styttu af Shearer

Alan Shearer.
Alan Shearer. Mynd/Carlton Reid

Fyrrverandi stjórnarformaður Newcastle, Freddy Shephard, hefur gefið það út að hann muni ásamt öðrum láta reisa styttu af Newcastle-goðsögninni Alan Shearer en þessi magnaði framherji skoraði 206 mörk fyrir félagið á árunum 1996-2006.

„Við sömdum við hann og hann þjónaði félaginu frábærlega, þess vegna erum við að þessu,“ sagði Shephard.

„Hugmyndin var að hafa hana á safni en við höfum fengið talsvert margar fyrirspurnir frá borginni um hvar við ætlum að setja hana. Núna er fyrsta verk að klára styttuna, svo getum við farið að hugsa um hvar eigi að setja hana,“ sagði Shephard.

Listamaðurinn Tom Maley fær það hlutverk að gera styttuna en hún á að vera þriggja metra há.

Shearer var keyptur til Newcastle fyrir metfé frá Blackburn árið 1996 og er í dag talinn einn besti leikmaður í sögu félagsins.

„Hann er bestu kaup sem Newacstle hefur gert. Aldrei nokkurn tímann myndi einhver þræta fyrir það. Það er mikilvægt að hann fái sína viðurkenningu, hann á hana skilið,“ sagði Shephard.

 Ætli styttan verði ekki einhvern veginn svona?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert