Enski boltinn í beinni - Endurkoma Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson fer á sinn gamla heimavöll á meðan …
Gylfi Þór Sigurðsson fer á sinn gamla heimavöll á meðan Kevin Nolan og félagar fá Chelsea í heimsókn. AFP

Sjö leikir eru á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Fylgst er með gangi mála í ENSKA BOLT­AN­UM Í BEINNI hér á mbl.is.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea heimsækja Tottenham, og er Gylfi þar að snúa til baka á sinn gamla heimavöll eftir að hafa yfirgefið Lundúnaliðið í sumar. 

Manchester City freistar þess að saxa á forskot Chelsea á toppnum, en City fær nýliða Leicester í heimsókn á meðan Chelsea heimsækir West Ham. Þá fer Manchester United norður í land og mætir þar Newcastle svo eitthvað sé nefnt, en alla leiki kvöldsins má sjá hér að neðan.

Leikir kvöldsins:
19.45 Tottenham - Swansea (Gylfi)
19.45 Man.City - Leicester
19.45 Newcastle - Manch.Utd
19.45 QPR - Arsenal
19.45 Stoke - Everton
19.45 West Ham - Chelsea
20.00 Liverpool - Burnley

Smellið á ENSKA BOLT­ANN Í BEINNI til að opna beinu lýsinguna hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert