Heldur sigurganga Liverpool áfram?

Raheem Sterling fagnar marki með Liverpool.
Raheem Sterling fagnar marki með Liverpool. EPA

Toppliðin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verða í eldlínunni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Sjö leikir fara fram í deildinni í kvöld og þar með lýkur 28. umferð deildarinnar. Liverpool, sem er eina taplausa liðið í deildinni á árinu, tekur á móti nýliðum Burnley og með hagstæðum úrslitum annarra leikja getur Liverpool komist í meistaradeildarsæti.

Chelsea, sem hefur fimm stiga forskot á toppi deildarinnar, sækir West Ham heim og Boylen Ground og Englandsmeistarar Manchester City fá nýliða Leicester í heimsókn.

Leikir kvöldsins:

19.45 QPR - Arsenal
19.45 West Ham - Chelsea
19.45 Man City - Leicester
19.45 Newcastle - Man Utd
19.45 Stoke- Everton
19.45 Tottenham - Swansea
20.00 Liverpool - Burnley

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert