Roy Keane fyrir rétt

Roy Keane.
Roy Keane. AFP

Knattspyrnumaðurinn geðþekki Roy Keane þarf að mæta fyrir rétt á Englandi í lok mánaðarins en kappinn missti stjórn á skapi sínu um í umferðinni þann 30. janúar síðastliðinn.

Þessi írski harðjaxl reiddist mjög leigubílstjóra í Manchester og var lögregla kölluð á vettvang vegna „manns sem sýndi ógnandi tilburði í garð annars manns,“ og virðist svokölluð umferðarreiði (e. road rage) hafa hellst yfir kappann.

Keane var sagt upp sem aðstoðarþjálfara Aston Villa eftir að hafa lent upp á kant við nokkra af reyndari leikmönnum liðsins í nóvember en þessi fyrrum miðjumaður Manchester United virðist ekkert ganga að hemja skap sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert