Reiknar með að Giggs yfirgefi United

Giggs á milli spænsku markvarðanna Víctor Valdes og David de …
Giggs á milli spænsku markvarðanna Víctor Valdes og David de Gea. AFP

Paul Scholes fyrrverandi leikmaður Manchester United reiknar með því að Ryan Giggs hverfi fljótlega til annarra starfa.

Giggs er aðstoðarstjóri Manchester United og Scholes hefur enga trú á að sinn gamli samherji vilji sitja við hlið Louis van Gaal annað tímabilið.

„Giggs vill verða stjóri. Hann fékk að kynnast því að vera stjóri síðustu þrjár vikurnar á síðustu leiktíð og það er engin spurning að hann vill komast í starf sem knattspyrnustjóri. Ég spái því að þess verði ekki langt að bíða að hann komist í starf,“ segir Scoles.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert