Enn meiðast enskir landsliðsmenn

Danny Rose var upphaflega kallaður inn vegna meiðsla Luke Shaw, …
Danny Rose var upphaflega kallaður inn vegna meiðsla Luke Shaw, en fór síðan sömu leið. AFP

Það á ekki af enska landsliðinu í knattspyrnu að ganga virðist vera, en leikmenn hafa hver á fætur öðrum orðið fyrir meiðslum í aðdraganda landsleikjanna við Litháen og Ítalíu.

Nú í kvöld þurfti bakvörðurinn Danny Rose að draga sig úr hópnum vegna meiðsla, en hann hafði verið kallaður til á mánudag í staðinn fyrir annan bakvörð, Luke Shaw, sem þurfti að gera slíkt hið sama.

Áður höfðu þeir Fraser Forster, Adam Lallana og Daniel Sturridge að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Þeir Jack Butland, Robert Green og Ryan Mason höfðu verið kallaðir í hópinn í stað þeirra ásamt Rose, sem hefur nú farið sömu leið.

Leighton Baines og Kieran Gibbs eru nú einu möguleikar Roy Hodgsons í vinstri bakvarðarstöðuna, en óvíst er hvort hann muni kalla til annan leikmann. England mætir Litháen í undankeppni EM á föstudag og svo Ítalíu í vináttuleik á þriðjudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert