Hef ekki slæma samvisku

Martin Skrtel.
Martin Skrtel. PAUL ELLIS

„Ég ætlaði að stökkva yfir hann, svo einfalt er það,“ sagði Martin Skrtel varnarmaður Liverpool en hann var í gær dæmdur í þriggja leikja bann fyrir það að traðka á David de Gea markverði Manchester United í leik liðanna um síðustu helgi.

Skrtel mun missa af leikjum Liverpool gegn Arsenal og Newcastle í deildinni og einnig síðari leik liðsins í 8 liða úrslitum enska bikarsins gegn Blackburn.

Skrtel lýsti yfir óánægju sinni með því að birta mynd af trúðum á Instagram-síðu sinni í gær en hann segist ekki sjá eftir neinu og segir traðkið hafa verið slys.

„Þetta var slys og ég gerði þetta ekki viljandi. Ég hef ekki slæma samvisku út af þessu. Þetta var löng sending og hann kom að mér og ég ætlaði að stökkva yfir hann.“ sagði Skrtel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert