Henry lærði að hata Tottenham

Thierry Henry er goðsögn hjá Arsenal.
Thierry Henry er goðsögn hjá Arsenal.

Thierry Henry, einn besti leikmaður í sögu Arsenal og ensku úrvalsdeildarinnar, segist hafa verið stressaður fyrst við komuna til félagsins á sínum tíma.

Henry kom til Arsenal árið 1999 eftir stutt stopp hjá Juventus, en hann er uppalinn hjá Mónakó. „Það gleymist oft að ég kom til Arsenal til að fylla skarð Nicolas Anelka, sem var alls ekki auðvelt og hann er enn í dag einn besti leikmaður sem ég hef spilað með,“ sagði Henry, en þeir léku saman með franska landsliðinu.

Henry segir að það hafi ekki minnkað stressið hvað samkeppnin var mikil um framherjastöðurnar í liðinu.

„Þegar ég kom var ég að berjast um sæti við Davor Suker, Nwankwo Kanu og Guð - sem allir vita að er Dennis Bergkamp. Ég komst þó smátt og smátt inn í hlutina og aðlagaðist menningunni þar sem ég lærði meðal annars að hata Tottenham,“ sagði Henry, en Lundúnaliðin tvö eru erkifjendur.

Henry endaði á að slá í gegn eins og allir vita og skoraði 228 mörk í 376 leikjum með Arsenal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert