United býður De Gea risasamning

David De Gea.
David De Gea. AFP

Enskir fjölmiðlar greina frá því að forráðamenn Manchester United hafi boðið spænska markverðinum David De Gea nýjan samning, en núverandi samningur hans á að renna út eftir næsta tímabil.

Nýji samningurinn er talinn hljóða upp á rúmlega 220 þúsund pund í vikulaun, um 45 milljónir króna, og á að koma í veg fyrir að Real Madrid falist eftir kröftum hans, en Madrídingar eru sagðir fylgjast grannt með samningsstöðu markvarðarins.

Hinn 24 ára gamli De Gea hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína á tímabilinu, en hann átti erfitt uppdráttar fyrst við komuna til Englands árið 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert