Fellur markametið í kvöld?

Wayne Rooney í sigurleiknum gegn Litháen um helgina.
Wayne Rooney í sigurleiknum gegn Litháen um helgina. AFP

Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins, gæti slegið markametið hjá enska landsliðinu í kvöld þegar Englendingar etja kappi við Ítali í æfingaleik. Til þess þarf hann þó að skora þrennu.

Rooney skoraði sitt 47. landsliðsmark þegar Englendingar burstuðu Litháa, 4:0, á Wembley á föstudaginn og hann skortir nú aðeins tvö mörk til að jafna markamet Sir Bobby Charlton. Á milli þeirra er Gary Lineker með 48 mörk.

Sir Bobby skoraði mörkin 49 í 106 leikjum, Lineker skoraði 48 mörk sín í 80 leikjum en Rooney spilaði sinn 102. landsleik gegn Litháum.

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að Rooney verði að gera meira en slá markametið ef hann eigi að skáka Sir Bobby Charlton en Charlton var í heimsmeistaraliði Englendinga þegar það lagði Þjóðverja í frægum úrslitaleik á Wembley árið 1966 og hampaði heimsmeistaratitlinum. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert