Liðsræður Hendersons og Mertesacker sýndar í beinni

Jordan Henderson er fyrirliði Liverpool.
Jordan Henderson er fyrirliði Liverpool. AFP

Stuðningsmenn Liverpool og Arsenal (og allir aðrir raunar) geta nú fylgst ennþá betur með viðureign liðanna á laugardag.

Samkvæmt frétt The Daily Mail munu þeir sem eiga snjallsíma að geta horft og hlustað á liðsræður fyrirliðanna, þeirra Jordans Henderson og Per Mertesacker í gegnum nýja tækni.

Appið sem stuðningsmenn geta náð sér í heitir Periscope og var kynnt í síðustu viku en það gerir hverjum sem er með appið kleyft að geta hafið beina sjónvarpsútsendingu úr símanum.

Liðin tóku ekkert allt of vel í hugmyndina fyrst en forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa fullvissað félögin um það að þetta muni ekki hafa nein áhrif á leikinn sjálfan.

Uppátækið á að vera sniðug auglýsing fyrir deildina til að laða að áhorfendur frá Bandaríkjunum og Asíu og gangi það vel mun það komið til með að vera.

Nokkrar reglur varðandi ræðuna:

- Aðeins fyrirliðinn mun tala

- Hvor liðsræða verður tekin upp af aðstoðardómara leiksins

- Engin taktík mun bera á góma í ræðunni

- Hvor ræða verður að hámarki tvær mínútur

- Báðir leikmenn hafa samþykkt að blóta ekki á meðan útsendingu stendur

Mertesacker heldur vonandi þrumuræðu á laugardag.
Mertesacker heldur vonandi þrumuræðu á laugardag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert