Enginn ánægðari með Kára

Bauyrzhan Islamkhan og Kári Árnason eigast við í leik Kasakstan …
Bauyrzhan Islamkhan og Kári Árnason eigast við í leik Kasakstan og Íslands í Astana. Ljósmynd/Sergey Nadtochey

Steve Evans, knattspyrnustjóri enska B-deildarfélagsins Rotherham, kvaðst afar ánægður með Kára Árnason og frammistöðu hans með íslenska landsliðinu gegn Kasakstan síðasta laugardag.

Evans sagði á fréttamannafundi sínum í dag að hann hefði heyrt í landsliðsþjálfara Íslands og fengið þaðan frábær viðbrögð varðandi Kára.

„Enginn er ánægðari með frammistöðu Kára en við hjá Rotherham. Við erum alltaf afar stoltir þegar okkar leikmenn eru fulltrúar þjóða sinna. Kári er kominn aftur eftir ferðalagið og er í fínu standi. Hann er hinsvegar í leikbanni á morgun," sagði Evans en Kári tekur út seinni leikinn í tveggja leikja banni, vegna uppsafnaðra gulra spjalda, þegar Rotherham sækir Birmingham heim á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert