Raheem gerði ekkert ólöglegt

Raheem Sterling.
Raheem Sterling. AFP

Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Liverpool hefur komið ungu leikmönnunum hjá Liverpool, þeim Raheem Sterling og Jordon Ibe til varnar en myndir af þeim reykja úr svokallaðari „Shisha“ pípu voru birtar í ensku miðlunum í vikunni.

„Ég talaði við báða leikmenn og þeir eru algjörlega meðvitaður um það sem gerðist. Síðan töluðum við um fótbolta. Báðir leikmenn gera sér grein fyrir ábyrgð sinni. Það eina sem þú getur gert er að halda áfram að brýna þessi mál fyrir þeim. Þetta snýst einnig um sjónarmið. Ef þú horfir á þetta atvik með Raheem, þá gerði hann ekkert ólöglegt,“ sagði Rodgers.

„Hann (Sterling) mun eflaust líta til baka eftir nokkur ár og sjá það að þetta var ekki það viturlegasta sem hann gat gert. En fyrir mig snýst þetta allt saman um velferð þessara tveggja ungu leikmanna. Að útskýra fyrir þeim hvaða áhrif þetta getur haft á heilsu þeirra. Þeir þurfa líka að átta sig á því fyrir hvað þeir standa,“ sagði Rodgers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert