Tottenham hafði betur í Newcastle

Harry Kane skoraði eitt mark í dag. Hér er hann …
Harry Kane skoraði eitt mark í dag. Hér er hann í baráttu við Vurnon Anita leikmann Newcastle. AFP

Tottenham hafði betur gegn Newcastle í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 3:1, en leikið var í Newcastle. Með sigrinum jafnar Lundúnafélagið Liverpool að stigum en hefur þó spilað leik meira.

Fylgst var með gangi mála í ENSKA BOLTANUM Í BEINNI hér á mbl.is.

Nacer Chadli kom Tottenham yfir á 30. mínútu en þannig stóðu leikar í hálfleik. Tottenham-menn mættu hins vegar syfjaður til leiks í síðari hálfleik og Jack Colback jafnaði metin fyrir heimamenn eftir örfáar sekúndur, 1:1.

Gestirnir frá Lundúnum hresstu sig þó við og voru sterkari í síðari hálfleiknum. Christian Eriksen kom þeim yfir með aukaspyrnu lengst úti á kanti og boltinn í gegnum allan pakkann í teignum og framhjá Tim Krul í markinu, 2:1.

Harry Kane virðist varla geta spilað fótboltaleiki án þess að skora og hann gulltryggði sigurinn fyrir Tottenham með marki eftir skyndisókn á lokamínútu leiksins, 3:1 lokatölur.

Markið hans var það 20. í deildinni og hefur hann skorað flest mörk deildarinnar ásamt Sergio Agüero í deildinni.

Úrslit dagsins:

2:0 Manchester City - West Ham
2:1 Aston Villa - Liverpool - bikarinn
1:3 Newcastle - Tottenham

Fylgst var með gangi mála í ENSKA BOLT­AN­UM Í BEINNI á mbl.is þar sem alls kyns fróðleg­ir mol­ar af sam­skiptamiðlin­um Twitter ásamt úr­slit­um, marka­skor­ur­um og mynd­um birt­ast.

Leikmenn Tottenham fagna í dag.
Leikmenn Tottenham fagna í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert