Rodgers kann ekki að kaupa leikmenn

Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers. AFP

Brendan Rodgers varð í gær fyrsti knattspyrnustjóri Liveropol frá sjöunda áratugnum til þess að stýra liðinu án þess að vinna titil á fyrstu þremur árum sínum við stjórnvölinn.

Hann tók við liðinu sumarið 2012 og hefur frá því keypt 22 leikmenn fyrir heilar 216 milljónir punda.

Manchester City og United hafa bæði hafa eytt meira í leikmenn en Rodgers og sömuleiðis Chelsea.

En hverjir eru þessir leikmenn sem Rodgers hefur keypt og hvernig hefur þeim gengið í búningi rauða hersins? Við skulum líta á umfjöllun enska blaðsins The Daily Mail um málið.

Sumar 2012

Fabio Borini, Roma, 10,5 milljónir punda

Sendur í lán til Sunderland alla síðustu leiktíð og hefur aðeins skorað eitt mark á þessari leiktíð fyrir félagið. Verið í litlu hlutverki.

Slök kaup.

Joe Allen, Swansea, 15 milljónir punda

Ein fyrstu kaup Rodgers. Fékk hann frá sínu gamla félagi, Swansea. Þessi litli miðjumaður hefur ekki verið neitt frábært en hefur þó staðið fyrir sínu á og fína spretti á tímabilinu sem er að líða.

Góð kaup.

Oussama Assaidi, Heerenveen, 2,4 milljónir punda

Náði ekki að spila byrjunarliðsleik fyrir Liverpool og fór tvisvar á láni ti lStoke áður en hann var sendur til Al Ahli í janúar.

Slök kaup.

Samed Yesil, Bayer Leverkusen, 1 milljón punda

Er enn aðeins tvítugur að aldri og gæti orðið góður leikmaður í náinni framtíð, sér í lagi ef hann getur sýnt svipaða frammistöðu með aðalliðnu og U21 árs liðinu. Hefur aðeins fengið tvö tækifæri með liðinu, báðar innkomur í deildarbikarnum.

Slök kaup.

Janúar 2013

Daniel Sturridge, Chelsea, £12m

Skoraði 11 mörk í 16 leikjum eftir að hann var keyptur og átti frábæra leiktíð með Liverpool í fyrra. Hefur verið mikið meiddur í ár.

Góð kaup.

Philippe Coutinho, Inter Milan, 8,5 milljónir punda.

Einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 

Góð kaup.

Sumar 2013

Luis Alberto, Sevilla, 6,8 milljónir punda.

Þessi 22 ára gamli leikmaðu er á láni hjá Málaga á Spáni og komst ekki í aðallið Liverpool. Byrjaði ekki einn einasta leik hjá aðalliðinu.

Slök kaup.

Iago Aspas, Celta Vigo, 7,2 milljónir punda.

Er nú í láni hjá Sevilla. Hefur ekki mikið getað í rauða búningum og hefur aðeins skorað eitt mark fyrir liðið í bikarleik.

Slök kaup.

Simon Mignolet, Sunderland, 9 milljónir punda.

Hefur átt misjöfnu gengi að fagna en er einn besti markvörður úrvalsdeildarinnar þegar hann er í stuði.

Góð kaup.

Joao Teixeira, Sporting Lisbon, 800 þúsund pund.

Þessi 22 ára gamli leikmaður hefur staðið sig vel á láni hjá Brighton og aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort hann mun komast í aðallið Liverpool. Hefur aðeins komið við sögu sem varamaður í eitt skipti hjá félaginu.

Slök kaup.

Kolo Toure, frjáls sala

Er ekki besti miðvörður í heimi eða í deildinni en á engan hátt með verri kaupum.

Góð kaup.

Mamadou Sakho, Paris Saint-Germain, 18 milljónir punda

Getur verið ógnarsterkur varnarmaður en gerir of mörg mistök til að réttlæta 18 milljón punda verðmiðann.

Slök kaup.

Tiago Ilori, Sporting Lisbon, 7 milljónir punda

Á enn eftir að spila fyrir Liverpool. Þessi varnarmaður hefur fengið örfá tækifæri á láni hjá Granada á Spáni og er nú í Bordeux í Frakklandi. Er aðeins 22 ára gamall samt.

Slök kaup.

Sumar 2014

Kevin Stewart, Tottenham, frjáls sala

Er á láni hjá Burton, gæti gengið hjá honum þegar tíminn líður. 

(slök kaup að mati Daily Mail)

Rickie Lambert, Southampton, 4 milljónir punda

Kom í félagið sem varamaður en meiðsli hjá Sturridge og slök frammistaða hjá Balotelli ýtti honum í sviðsljósið. Hefur verið slakur.

Slök kaup.

Adam Lallana, Southampton, 25 milljónir punda

Á eftir að sýna að hann sé 25 milljóna punda virði. Hefur átt nokkrar góðar frammistöður á tímabilinu en verið fjarri því formi sem hann var í hjá Southampton.

Slök kaup.

Emre Can, Bayer Leverkusen, 10 milljónir punda

Hefur staðið sig vel sem miðvörður í þriggja manna vörn. Spilar af miklum þroska og yfirvegun.

Góð kaup.

Lazar Markovic, Benfica, 20 milljónir punda.

Serbinn hefur verið frábær oft og tíðum en ekki náð að sýna góða frammistöðu reglulega. Fyrir 20 milljónir búast stuðningsmenn við miklu meira frá honum.

Slök kaup.

Dejan Lovren, Southampton, 20 milljónir punda

Annar fyrrum Southampton maður sem spilaði vel með liðinu en hefur ekki náð að fylgja þeim eftir hjá Liverpool. Hefur gert þau ansi mörg mistökin frá því að hann kom.

Slök kaup.

Divock Origi, Lille, 10 milljónir punda.

Er á láni hjá Lille. Hefur spilað vel þar og takist honum sýna sömu frammistöðu hafa Liverpool-menn í honum sterkan framherja. 

(slök kaup að mati Daily Mail)

Alberto Moreno, Sevilla, 12 milljónir punda

Hefur spilað marga leiki fyrir Liverpool í bakverðinum, er sterkur, snöggur og beinskeyttur í sínum aðgerður og ekkert svo slæmur í vörn. 

Góð kaup

Mario Balotelli, AC Milan, 16 milljónir punda

Vandræði hans utan vallar, eitt mark í deild og þrjú í öðrum keppnum. Þessi umdeildi Ítali hefur ekki átt gott tímabil. Rodgers þurfti nafn eins og Luis Suárez var í fyrra en Balotelli hefur engan vegin verið nálægt því. 

Slök kaup.

Niðurstaða: 7 góð kaup, 13 slök kaup

Joe Allen.
Joe Allen. EPA
Philippe Coutinho hefur verið öflugur með Liverpool í vetur.
Philippe Coutinho hefur verið öflugur með Liverpool í vetur. AFP
Simon Mignolet hefur átt afar misjafna daga í marki Liverpool.
Simon Mignolet hefur átt afar misjafna daga í marki Liverpool. AFP
Kolo Touré er enginn draumamiðvörður en hefur átt fína spretti …
Kolo Touré er enginn draumamiðvörður en hefur átt fína spretti fyrir Liverpool. AFP
Lazar Markovic hefur ekki náð að spila nægilega vel með …
Lazar Markovic hefur ekki náð að spila nægilega vel með Liverpool á leiktíðinni. AFP
Mario Balotelli hefur oftar en ekki þurft að byrja leiki …
Mario Balotelli hefur oftar en ekki þurft að byrja leiki Liverpool á bekknm ef hann er á annað borð í hóp. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert