Ótrúlegir Bæjarar - sannfærandi hjá Barcelona

Spænski miðjumaðurinn hjá Bayern, Xabi Alonso skoraði frábært mark beint …
Spænski miðjumaðurinn hjá Bayern, Xabi Alonso skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu í kvöld. Hér fagnar hann ásamt fyrirliða sínum, Philipp Lahm. AFP

Barcelona og Bayern München komust í kvöld örugglega áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Bæjarar unnu hreint út sagt ótrúlegan sigur fimm marka sigur á Porto 6:1 en staðan var 5:0 í hálfleik.

Fylgst verður með gangi mála í MEISTARADEILDINNI Í BEINNI hér á mbl.is.

Liðið þurfti tveggja marka sigur í kvöld þar sem Porto vann leikinn í Portúgal 3:1 og það vafðist ekki fyrir Bæjurum.

Í Barcelona bjuggust fáir við spennuleik þar sem liðið hafði betur gegn Paris SG í París 3:1.

Leikurinn byrjaði afar vel fyrir Börsunga sem líkt og Bayern, kláraði dæmið í fyrri hálfleik með tveimur mörkum frá Brasilíumanninum Neymar.

Úrslit kvöldsins:

6:1 Bayern München - Porto (7:4)
2:0 Barcelona - Paris SG (5:1)

Smelltu á MEISTARADEILDINA Í BEINNI til þess að komast í beinu lýsinguna.

Leikmenn Bayern München hafa getað fagnað í kvöld. Hér fagna …
Leikmenn Bayern München hafa getað fagnað í kvöld. Hér fagna þeir fimmta marki sínu frá Robert Lewandowski. JOHN MACDOUGALL
Thiago Alcantara skorar fyrra mark Bayern í kvöld.
Thiago Alcantara skorar fyrra mark Bayern í kvöld. GUENTER SCHIFFMANN
Byrjunarlið Bayern í leiknum.
Byrjunarlið Bayern í leiknum. GUENTER SCHIFFMANN
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert