Risafréttir fyrir Liverpool

Jordan Henderson skrifaði undir nýjan samning í dag. Hann bætist …
Jordan Henderson skrifaði undir nýjan samning í dag. Hann bætist nú í hóp þeirra Phillippe Coutinho og Daniel Sturridge sem hafa einnig skrifað undirlangtímasamningni við Liverpool á síðustu mánuðum. AFP

Jamie Carragher fyrrum varnarmaður Liverpool og sparkspekingur Sky Sports sjónvarpsstöðvarinnar telur að nýr samningur Jordans Henderson séu risafréttir fyrir félagið.

„Þetta eru risafréttir. Ég ímynda mér að hann verði fyrirliði á næsta tímabili. Hann hefur staðið sig frábærlega á meðan Steven Gerrard hefur verið fjarri. Ekki bara hans eigin frammistaða heldur hafa úrslit liðsins verið góð sem hjálpar alltaf,“ sagði Carragher.

Jordan Henderson var keyptur árið 2011 á 20 milljónir punda frá Sunderland en Henderson skrifaði undir nýjan fimm ára samning í dag.

„Hann er ungur, og hann er enskur, hefur aldrei orðið meiddur og er alltaf að bæta sig. Hann er að skora fleiri og fleiri mörk ásamt fleiri stoðsendingum. Hann hefur auk þess meiri áhrif á liðið og ég tel að hann verði bara betri á næstu fjórum fimm árum,“ sagði Carragher.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert