Hvert einasta smáatriði á kristaltæru hjá Van Gaal

Louis van Gaal ásamt Ryan Giigs á Stamford Bridge, heimavelli …
Louis van Gaal ásamt Ryan Giigs á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea um síðustu helgi. AFP

Ashley Young vængmaður Manchester United segir í ítarlegu viðtali við The Guardian að Louis van Gaal knattspyrnustjóri liðsins vilji hafa hvert einasta smáatriði á kristaltæru.

Manchester United hefur spilað afar vel undanfarnar vikur en í lok febrúar, mars og apríl vann liðið sex leiki í röð, þar á meðal Livepool, Tottenham og Manchester City í ensku deildinni.

„Þú stýrir ekki þeim liðum sem hann hefur stýrt á þessa djarfa, og mikla persónuleika. Hann vill vera sigursæll og vill hafa hvert einasta smáatriði algjörlega á hreinu,“ sagði Young við blaðamann The Guardian á árlegri styrkarsamkomu hjá félaginu fyrir börn með langvarandi veikindi.

„Sem leikmaður þá vill maður áskoranir og það er nákvæmlega það sem hann geri; hann skorar á okkur á hverjum einasta degi,“ sagði Young.

United-liðið var að margra mati lengi í gangi og vann marka nauma sigra en Young segir það ekki koma á óvart.

„Þetta átti alltaf eftir að taka einhvern tíma en nú er þetta allt saman að smella. Ef þú horfir á síðustu leiki og jafnvel leikinn gegn Chelsea þar sem við hefðum aðra daga skorað tvö eða þrjú mörk. Við munum pottþétt berjast um titilinn á næsta ári,“ sagði Young sem svaraði því líka í eitt skipti fyrir öll hvort það hafi verið fugladrit sem hafi farið upp í hann í fyrsta leik Manchester á tímabilinu.

„Ég get algjörlega, 100% staðfest að þetta var ekki fugladrit. En mig langar rosalega að fá að vita hver setti inn þetta myndskeið og spyrja hvernig sá hinn sami gerði það. Eða þá að vita hver viðbrögð mín hefðu verið hefði þetta í raun og veru verið fugladrit,“ sagði Young.

Viðtalið í heild sinni má finna hér.

Ashley Young fagnar með Juan Mata gegn Manchester City fyrir …
Ashley Young fagnar með Juan Mata gegn Manchester City fyrir tveimur vikum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert