Átta leikir í ensku úrvalsdeildinni

Philippe Coutinho hefur spilað frábærlega á tímabilinu fyrir Livepool.
Philippe Coutinho hefur spilað frábærlega á tímabilinu fyrir Livepool. AFP

Átta leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þar sem Gylfi Þór Sigurðsson verður í eldlínunni með Swansea á St.James Park og bæði Liverpool, Manchester City og Tottenham verða í baráttunni.

Liverpool, sem hefur ekki afskrifað að ná fjórða sætinu fer í heimsókn til WBA, Englandsmeistarar Manchester City, sem eru í fjórða sætinu, fá Aston Villa í heimsókn og Tottenham sem í baráttunni um Evrópudeildarsætið mætir Southampton á útivelli sem er í sömu baráttu og Tottenham.

Þá er hörð barátta um að forðast fall og sannkallaður fallslagur verður þegar Burnley og Leicester eigast við.

Leikir dagsins eru:

11.45 Southampton - Tottenham
14.00 Burnley - Leicester
14.00 Crystal Palace - Hull
14.00 Newcastle - Swansea
14.00 QPR - West Ham
14.00 Stoke - Sunderland
14.00 WBA - Liverpool
16.30 Manchester City - Aston Villa

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert