„Giggs verður næsti stjórinn“

Giggs ræðir við fyrirliðann Wayne Rooney.
Giggs ræðir við fyrirliðann Wayne Rooney. AFP

Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United býst við því að Ryan Giggs taki við starfi sínu þegar hann hættir hjá félaginu en Giggs er aðstoðarmaður Hollendingsins.

,,Ég reikna með því að Giggs verði næsti stjóri á eftir mér. Núna er ábyrgðin á mér. Hann hefur verkefni sem hann hefur til að framkvæma eins og leikmaður og það sem hann hefur gert fyrir mig hefur hann gert mjög vel,“ sagði Van Gaal við MUTV sjónvarpið en hann hefur líkt Giggs við José Mourinho, stjóra Chelsea.

Giggs er sannkölluð goðsögn hjá Manchester United en Walesverjinn á leikjamet félagsins. Hann lék 963 leiki með liðinu á stórkostlegum ferli sem stóð yfir í 25 ár. Á þeim tíma vann hann 25 titla með félaginu þar af enska meistaratitilinn 13 sinnum og Meistaradeildina í tvígang.

,,Giggs les leikinn mjög eins og Mourinho og hann leggur afar hart að sér í starfið. Hann hefur verið fljótur að læra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert