Giroud stoltur af Wenger

Olivier Giroud.
Olivier Giroud. AFP

Franski framherjinn Olivier Giroud verður í eldlínunni á morgun með Arsenal sem tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hafði betur 2:0 í fyrri leiknum en það var þó ekki það sem stóð upp úr heldur var það atvik á hliðarlínunni.

Þar ýtti Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal við José Mourinho, kollega sínum hjá Chelsea en í viðtali við Sky Sports segir Giroud að þetta hafi komið honum skemmtilega á óvart.

„Hann er nánast alltaf mjög rólegur. Hann hefur mjög mikla sjálfstjórn og viðbrögð hans komu okkur á óvart. Þetta voru mannleg viðbrögð, ég er í góðri stöðu til að tala um þetta, ég er mjög tilfinningaríkur leikmaður og held þeim ekki fyrir mig sjálfum,“ sagði Giroud en Wenger baðst síðar afsökunar á athæfinu.

„Ef ég á að segja eins og er þá var ég stoltur af honum,“ sagði Giroud sem hefur aldrei unnði Chelsea á sínum tíma hjá Arsenal frá 2012.

Arsenal hefur hins vegar verið að spila afar vel að undanförnu og hefur unnið átta leiki í röð með markatöluna 17:5.

„Við höfum spilað frábæran fótbolta undanfarna mánuði og höfum unnið síðustu átta leiki í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Giroud.

„Ég hef annað unnið gegn Chelsea, en við viljum sýna stuðningsmönnum okkar hversu vel við erum að spila þessastundina. Við viljum halda áfram að spila þessa gæðaknattspyrnu. Ég veit að við getum unnið þennan leikinn en Chelsea er sterkt varnarlega og hafa ekki fengið mörg mörk á sig. Þeir eru líka skilvirkir frammi. Ég hef ekki skorað á móti þeim og því er þetta góð áskorun fyrir mig, liðið og stjórann,“ sagði Giroud.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert