Mourinho skýtur á Wenger á móti

Jose Mourinho lætur sjaldan kyrrt liggja.
Jose Mourinho lætur sjaldan kyrrt liggja. AFP

José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea svaraði fyrir sig á blaðamannafundi í gær og skaut föstum skotum á Arsène Wenger sem sagði á dögunum að það kæmi sér ekki á óvart að Chelsea hefði unnið Manchester United með venjubundnum hætti með einu marki gegn engu.

„Það er ekki auðvelt, ef það væri auðvelt þá myndiru ekki tapa 3:1 heima gegn Mónakó. Ef hann verst vel þá gerir hann 0:0 jafntefli og vinnur í Monte Carlo. Það er ekki auðvelt að láta lið verjast,“ sagði Mourinho.

Chelsea-liðið hefur þó ekki verið alltaf svona varnarsinnað í vetur. Meiðsli lykilmanna á borð við Diego Costa, Cesc Fábregas og Nemanja Matic skipta þar sköpum.

„Við misstum jafnvægið úr liðinu. Þegar þú missir lykilmenn þá missir liðið viss gæði. Breytingin á leikstíl liðsins var aðeins afleiðing af því,“ sagði Mourinho.

Chelsea mætir Arsenal á morgun kl. 15 í ensku úrvalsdeildinni á Emirates.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert