„Gylfi einn besti leikmaður deildarinnar“

Gylfi Þór.
Gylfi Þór. AFP

Martin Keown sparkspekingur hjá BBC trúir því ekki að Tottenham hafi látið Gylfa Þór Sigurðsson fara frá sér til Swansea en hann telur íslenska landsliðsmanninn vera einn af betri leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar.

Gylfi átti flottan leik með Swansea í gær þegar það lagði Newcastle á St.James Park, 3:2. Gylfi skoraði eitt mark og lagði upp annað og fékk afar góða dóma fyrir frammistöðu sína.

„Fyrir mér er Sigurdsson einn af bestu leikmönnunum í deildinni. Hann gerir svo mikið fyrir Swansea og er svo mikill gæða leikmaður. Hann skorar mörk, gefur stoðsendingar, er fljótur á fótunum og er afar skynsamur leikmaður. Ég hreinlega trúi því ekki að Tottenham hafi látið hann fara,“ sagði Keown.

Gylfi hefur skorað 6 mörk í úrvalsdeildinni á tímabili og þá hefur hann átt 10 stoðsendingar. Aðeins Cesc Fábregas hefur átt fleiri eða 16 talsins.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert