Tveir stórleikir í ensku úrvalsdeildinni

Eden Hazard og félagar í Chelsea sækja Arsenal heim.
Eden Hazard og félagar í Chelsea sækja Arsenal heim. AFP

Tveir hörkuleikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag en með þeim lýkur 34. umferð deildarinnar.

Stórleikur þessarar umferðar er viðureign toppliðanna Chelsea og Arsenal sem eigast við á Emirates Stadium. Chelsea hefur tíu stiga forskot á Arsenal svo með sigri í dag er Chelsea komið með bikarinn í fangið en fari Arsenal með sigur af hólmi eygir liðið veika von um að ná Chelsea.

Á Goodison Park í Liverpool tekur Everton á móti Manchester United. Everton siglir lygnan sjó og er í 12. sæti en United er í fjórða sætinu og þarf svo sannarlega á stigum að halda til að halda sér í meistaradeildarbaráttunni.

Leikir dagsins:

12.30 Everton - Manchester United
15.00 Arsenal - Chelsea

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert