Stjórnarformaðurinn rassskelltur (myndskeið)

Bournemouth leikur í úrvalsdeildinni næsta vetur.
Bournemouth leikur í úrvalsdeildinni næsta vetur. AFP

Í kvöld hefur bókstaflega allt verið á hvolfi í Bournemouth, tæplega 200 þúsund manna strandborg á suðurströnd Englands en fótboltalið staðarins tryggði sér i kvöld sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrsta skipti í sögunni með því að sigra Eið Smára Guðjohnsen og félaga í Bolton, 3:0, í næstsíðustu umferð deildarinnar, eins og fram hefur komið.

Stjórnarformaður félagsins, Jeff Mostyn, var manna kátastur í leikslok og fagnaði ógurlega með leikmönnum liðsins í búningsklefanum.

Í bakgrunninum kannast kannski einhverjir á Egilsstöðum við hávaxinn varamarkvörð Bournemouth en hann heitir Ryan Allsop og lék með Hetti fyrir þremur rum.

En sjón er sögu ríkari!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert