Get unnið bikar með Liverpool

Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers. AFP

Brendan Rodgers hefur verið knattspyrnustjóri Liverpool í þrjár leiktíðir án þess að vinna bikar en það gerðist síðast hjá félaginu árið 1950 hjá knattspyrnustjóra félagsins.

Norðurírinn segist þó vel getað gert það í ítarlegu viðtali við The Guardian.

„Ég er tilbúinn eins og ég hef alltaf verið. Metnaður minn liggur í sigrum og maður finnur ekki betri stað til þess að gera það. Ég er tilbúinn og staðráðinn í að gera það,“ sagði Rodgers.

„Þegar ég kom hingað var félagið langt frá því að vinna eitthvað, það var í 8. sæti deildarinnar og þá var ekki talað um titil en ég tel þetta vera merki um framfarir hjá félaginu að vonbriðgin séu svona mikil að hafa ekki náð að gera atlögu að titli. Það mun þó vafalaust gerast,“ sagði Rodgers.

Rodgers segir þó erfitt að keppast við félög eins og Chelsea og Manchester City sem búa yfir gríðarmiklu fjármagni.

„Það er erfitt [að bera sig saman við fjármagnið sem Chelsea og Manchester City hafa] en þú þarft bara að taka því. Þar sem við erum nú er líklega á pari við þar sem við erum (í fjármagnstyrkleika). Við getum samt ekki sætt okkur við það, við þurfum að halda áfram að finna leiðir til þess að þróa leikmenn, vinna í samráði við eigendurna og finna leið til þess að brjótast inn (í baráttuna). Ég þrái það heitt,“ sagði Rodgers.

500 stuðningsmenn Liverpool gætu sniðgengið leikinn gegn Hull á KC-vellinum, heimavelli Hull og virir Rodgers rétt stuðningsmanna til mótmæla. Á síðustu leiktíð borguðu stuðningsmenn Liverpool 35 pund fyrir miðann, í ár eru pundin 48.

„Ég veit ekki mikið um þetta, en þeir leggja hart að sér til þess að vinna sér inn pening til að far á fótboltaleiki og þeir eiga rétt á því að mótmæla,“ sagði Rodgers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert