Rodgers hefði misst húsið

Brendan Rodgers leiðbeinir sínum mönnum í dag.
Brendan Rodgers leiðbeinir sínum mönnum í dag. AFP

Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Liverpool sagði í viðtali við BBC eftir sigurleikinn gegn QPR að hann hefði lagt hús sitt undir að Steven Gerrard myndi skora úr vítaspyrnunni sem liðið fékk í dag

Gerrard klúðraði hins vegar spyrnunni en um er að ræða fyrstu vítaspyrnuna sem hann klúðrar fyrir Liverpool á leiktíðinni.

„Ég hefði lagt húsið mitt undir að Steven Gerrard myndi skora úr vítaspyrnu en klúðrið blés honum í brjóost og hann náði góðu skallamarki. Ferill hans er fullur af stórum mörkum sem þessum,“ sagði Rodgers en Gerrard hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er frábær vítaskytta.

„Hann er sannarlega ótrúlegur leikmaður og átti klappið skilið,“ sagði Rodgers en stuðningsmenn Liverpool klöppuðu vel fyrir kappanum þegar hann var tekinn af velli undir lok leiks.

„QPR refsaði fyrir mistökin okkar en góður andi leikmanna minna sýndi viðhorfið og baráttuandann í liðinu. Þeir verðskulduðu stigin þrjú í dag,“ sagði Rodgers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert