Chelsea meistari

Chelsea tryggði sér í dag Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í fimmta skipti og í fjórða sinn á ellefu árum, með því að sigra Crystal Palace 1:0 á Stamford Bridge. 

Þar með hefur Chelsea fengið 83 stig og á enn þremur leikjum ólokið. Arsenal er með 67 stig og á eftir fimm leiki, og getur því mest náð 82 stigum. Manchester City er með 67 stig og á fjóra leiki eftir.

Það var Belginn Eden Hazard sem gerði eina mark leiksins á síðustu mínútu fyrri hálfleiks eftir að hann hafði klikkað á vítaspyrnu, sem var ranglega dæmd þegar hann féll í vítateignum. Hann náði þó frákastinu og skallaði í netið. Leikurinn var annars fremur rólegur en mikil hátíð í lokin hjá stuðningsmönnum Chelsea. 

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:

90. mín Búið og Chelsea er meistari

84. mín Skiptin hjá Chelsea. William fer af velli og Kurt Zouma kemur inná.

71. mín Þriðja skiptingin hjá Palace. Jason Puncheon fer af velli og Yaya Sanogo kemur í hans stað.

61. mín Önnur skiptin hjá Palace, Jordn Mutch út og Glenn Murray inn.

60. mín Adrian Mariappa fer af velli hjá Palace og Martin Kelly kemur í hans stað.

46. mín Seinni hálfleikur hafinn. John Obi Mikel kemur inn hjá Chelsea fyrir Cuadrado

45. Hálfleikur.

45. nín 1:0 Eden Hazard skorar mark fyrir Chelsea. Fékk dæmda vítaspyrnu, sem átti aodrei að vera því hann lét sig falla þegar varnarmaður virtist ætla að brjóta á honum, en gerði ekki. Hann tók spyrnuna sjálfur og gerði það afar illa. Julian Speroni varði auðveldlega en misssti boltann frá sér og Hazard skallaði í netið.

29. mín Palace með flott færi en John Terry renndi sér fyrir skotið á síðustu stundu og fór knötturinn í handleggin á honum og hefði klárlega átt að vera vítaspyrna.

25. mín Fyrsta færið í leiknum. Fimm leikmenn Chelsea allt í einu einir á móti markverðinum eftir aukaspyrnu þar sem rangstöðuaðferð gestanna mistóks. En Chelsea tókst ekki að nýta sér þetta upplagða færi.

1. mín Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn í Chelsea sem hefja leikinn

Ramires meiddist í upphitun og Cuadrado kemur í hans stað.

Chelsea: Thibaut Courtois; Branislav Ivanovic, Gary Cahill, John Terry, César Azpilicueta; Juan Cuadrado, Nemanja Matic; Willian, Cesc Fabregas, Eden Hazard; Didier Drogba.

Crystal Palace: Julian Speroni; Adrian Mariappa, Scott Dann, Damien Delaney, Joel Ward; Joe Ledley, James McArthur; Jason Puncheon, Jordon Mutch, Wilfried Zaha; Yannick Bolasie.

Chelsea þarf nú aðeins þrjú stig til að tryggja sér enska meistaratitilinn en liðið á eftir að leika fjóra leiki, þrjá þegar þessum lýkur í dag. Palae er í 12. sæti sem stendur með 42 stig og siglir nokkuð lygnan sjó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert