Agüero sá um Tottenham

Sergio Aguero fagnar marki sínu.
Sergio Aguero fagnar marki sínu. AFP

Sergio Aguero gerði gæfumuninn enn á ný þegar Tottenham Hotspur tók á móti Manchester City á White Hart Lane í dag. Með sigri sínum hefur City nánast gulltryggt meistaradeildarsæti en Tottenham náði ekki að auka forskot sitt á Southampton í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni.

Mark Sergio Aguero á 29. mínútu nægði City til sigurs í annars jöfnum leik. Tottenham byrjaði vel og komst í góð færi snemma leiks en leikmenn City virtust þurfa 10 mínútur til að hita upp.

Manchester City heldur öðru sætinu með þriggja stiga forskot á Arsenal, sem á þó tvo leiki til góða en Tottenham er enn sem áður í 6. sæti með eins stigs forskot á Southampton.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

95 mín Flautað er til leiksloka. Góður útisigur Manchester City í hinum fínasta leik.

92 mín Joe Hart ver skot Lamela vel eftir góða fyrirgjöf Danny Rose. Tottenham fá hornspyrnu. 

89 mín Markaskorarinn Sergio Aguero fer útaf fyrir Dedryk Boyata.

85 mín Bony skýtur framhjá eftir fyrirgjöf James Milner.

84 mín Joe Hart ver fast skot Paulinho eftir gott spil hjá Tottenham.

84 mín Önnur skipting Tottenham. Adebayor kemur inn á í stað Chadli.

83 mín Paulinho með skalla rétt framhjá marki Manchester City en hann var dæmdur rangstæður. 

75 mín Önnur skipting City, Nasri fer meiddur af velli fyrir Wilfried Bony. Tvær skiptingar fyrir eina í boði Tottenham. Slæmt tilboð.

73 mín Nasri liggur eftir árekstur og heldur um nárann nýkominn inn á. Óheppilegt.

72 mín Fyrsta skipting City. Samir Nasri kemur inn fyrir Frank Lampard. Stuðningsmenn Tottenham baula á þá báða.

71 mín Kolarov tekur skyndilega fast skot langt fyrir utan teig. Lloris ver í með tilþrifum. Manchester City fá hornspyrnu.

63 mín Sergio Aguero komst einn í gegn og framhjá Lloris en missti boltann aðeins of langt frá sér og skaut framhjá.

61 mín Harry Kane berst í  gegnum Demichelis tók skot en Hart og Mangala tókst að verja skotið í sameiningu. Kane tók sér fulllangan tíma og virtist aldrei hafa haft neitt annað en skot í huga.

59 mín Fyrsta skipting leiksins, Roberto Soldado kemur inn fyrir Tottenham í stað Christian Eriksen, sem lét lítið á sér bera. 

57 mín James Milner tókst að beygla hornfánann í reiði sinni eftir að hafa ekki fengið dæmda aukaaspyrnu sér í vil. 

52 mín Harry Kane skýtur langt yfir markið. Seinni hálfleikurinn er heldur rólegri en sá fyrri.

46 mín Seinni hálfleikur hafinn.

45 mín. Hálfleikur Andre Marriner flautar til hálfleiks í skemmtilegum leik. 

44 mín Ryan Mason kemst einn í gegn en Joe Hart ver vel. Tottenham eiga hornspyrnu.

42 mín Fernandinho skýtur framhjá eftir hættulega skyndisókn City. 

39 mín Aguero skýtur beint á Lloris sem á í smávægilegum vandræðum með skotið.

33 mín Fernandinho á gott skot fyrir utan teig en Danny Rose kemur fætinum fyrir það. City fá hornspyrnu.

29 mín 0:1 Aguero kemst í gegn eftir frábæra sendingu frá Silva og skorar af öryggi í hægra hornið.

22 mín Hugo Lloris kom út úr teignum til að ná langri sendingu Zabaleta en rann og datt. Aguero komst einn í gegn, Fazio virðist hafa rekist í hælana á honum sem leiddi til þess að Aguero datt líka. Engin vítaspyrna dæmd.

14 mín Frank Lampard skýtur yfir eftir hornspyrnu Manchester City. Þeir eru farnir að sækja í sig veðrið eftir slæma byrjun.

13 mín Lloris ver hættulega fyrirgjöf James Milner, hornspyrna City í vil.

12 mín Fyrsta færi Manchester City. Kolarov sendir fyrir teiginn, Aguero tekur boltann á lofti en skýtur framhjá.

3 mín Annað færi leiksins, Harry Kane kemst einn í gegn, grípur það ráð að skjóta strax, rétt fyrir utan teig, skotið framhjá.

2 mín Leikmenn Tottenham byrja vel, Eric Dier skallar framhjá eftir hornspyrnu Lamela.

1 mín Flautað er til leiks, Manchester City byrja með boltann.

Manchester City: Hart, Zabaleta, Demichelis, Mangala, Kolarov, Fernandinho, Fernando, Milner, Lampard, Silva, Aguero.

Tottenham: Lloris, Dier, Fazio, Vertonghen, Rose, Bentaleb, Mason, Chadli, Eriksen, Lamela, Kane.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert