Örugg þrjú stig hjá Arsenal

Alexis Sanchez verður í fremstu víglínu Arsenal gegn Hull í …
Alexis Sanchez verður í fremstu víglínu Arsenal gegn Hull í kvöld. AFP

Arsenal komst upp að hlið Manchester City að stigum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar liðið vann Hull, 3:1, á heimavelli Hull-liðsins. Arsenal hefur þar með 70 stig eins og Manchester City og á auk þess leik til góða. 

Sílemaðurinn Alexis Sanchez skoraði fyrsta og þriðja mark Arsenal í leiknum en Aaron Ramsey skaut einu á milli. Öll mörk Arsenal voru skoruð í fyrri hálfleik þegar liðið réði lögum og lofum á leikvellinum. Stephen Quinn skoraði mark heimaliðsins á 57. mínútu og lengra komst það ekki. 

Hull féll niður um eitt sæti, niður í það sautjánda, með tapinu en kvöld en Leicester hefur jafnmörg stig, 34, en stendur betur að vígi. 

90. Leiknum er lokið með öruggum sigri lærisveinar Arsene Wenger í Arsenal. 

57. - 1:3. Stephen Quinn klórar í bakkann fyrir heimamenn sem hafa átt undir högg að sækja lengst af. 

46. Seinni hálfleikur er hafinn. Heimamenn eiga við ramman reip að draga. 

45. - 0:3. Þriðja markið hefur legið í loftinu síðustu mínútur og svo fór að Alexis Sanchez náðu að skora það áður en hálfleikurinn var úti. Arsenal-liðið hefur verið mikið stekrara í leiknum og munurinn eðlilegur miðað við getumuninn sem verið hefur. 

33. - 0:2. Aaron Ramsey bætir við öðru marki fyrir Arsenal aðeins fimm mínútum efti rað Alexis Sanchez braut ísinn. 

28. - 0:1. Loksins tekst leikmönnum Arsenal að brjóta sterka vörn Hull á bak aftur. Alexis Sanchez skorar fyrsta mark leiksins.  Hann skorar beint úr aukaspyrnu rétt utan vítateigs en boltinn snertir aðeins Michael Dawson á leiðinni í markið. Brotið var á Sanchez rétt utan vítateigs þegar aukaspyrnan var dæmd. 

15. Arsenal hefur ráðið lögum og lofum fyrsta stundarfjórðunginn en ekki enn náð að skora. 

0. Hull hefur unnið tvo síðustu leiki sína, gegn Crystal Palace og Liverpool. Arsenal hefur ekki tapað í síðustu níu viðureignum í deildinni. 

0. Hull er í 16. sæti af 20 liðum með 34 stig eftir 34 leiki. Hull er með jafnmörg stig og Leicester og er stigi á undan Sunderland. 

0. Arsenal er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildinni með 67 stig eftir 33 leiki. Liðið er þremur stigum á eftir Manchester City sem hefur leikið tveimur leikjum fleira. 

Hull: Harper, Chester, Dawson, McShane, Elmohamady, Livermore, Huddlestone, Quinn, Brady, N'Doye, Aluko. Varamenn: McGregor, Rosenior, Bruce, Meyler, Hernandez, Jelavic, Robertson.

Arsenal: Ospina, Bellerin, Mertesacker, Koscielny, Monreal, Cazorla, Coquelin, Ramsey, Ozil, Sanchez, Giroud. VaramennSzczesny, Gibbs, Gabriel, Rosicky, Wilshere, Walcott, Flamini.

Dómari: Lee Mason. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert