Arsenal þarf sterkari hryggjarsúlu

Gary Neville.
Gary Neville. AFP

Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports og fyrrverandi fyrirliði Manchester United, segir að Arsenal þurfi að bæta „hryggjarsúlu“ liðsins til að eiga möguleika á Englandsmeistaratitli. 

„Ef maður setti Diego Costa, Nemanja Matic og John Terry í byrjunarlið Arsenal myndu þeir sennilega verða mestarar. En hvernig finnurðu leikmenn eins og þá? Allir vilja þannig leikmenn.“ sagði Neville.

„Allir vilja miðjumann. Allir vilja framherja sem getur verið einn frammi og er fljótur, sterkur og ákveðinn. Allir vilja miðvörð með leiðtogahæfileika sem getur komið liðinu úr hvernig klípu sem er. Svo mætti líka minnast á Ospina. Arsenal þurfa toppmarkvörð eins og Chelsea eru með.“ bætti Neville við.

Arsenal, sem eiga möguleika á að endurheimta FA bikarinn seinna í maí, hafa verið orðaðir við þekkta leikmenn eins og Petr Cech, markvörð Chelsea; Morgan Schneiderlin, miðjumann Southampton og Raheem Sterling, framherja Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert