Ríkasti maður Afríku með augun á Arsenal

Aliko Dangote
Aliko Dangote

Ríkasti maður Afríku, Aliko Dangote, hefur enn áhuga á að kaupa Arsenal. Hann hefur sýnt því áhuga í nokkur ár og var orðaður við hluta félagsins þegar fyrrverandi stjórnarmeðlimur Arsenal, Lady Nina Bracewell-Smith, seldi hlutabréf sín árið 2010.

Hinn bandaríski Stan Kroenke, meirihlutaeigandi Arsenal, er enn sem áður skuldbundinn félaginu til langs tíma og það sama má segja um Úsbekistann Alisher Usmanov, sem á í kringum 30% hlutabréfa.

En Dangote, sem metinn er á um 2000 milljarða, neitar að útiloka möguleikann á að taka við stjórnvöl Arsenal í framtíðinni.

„Ég vonast enn til þess að kaupa liðið einn daginn, á réttu verði. Ég myndi kaupa það, ekki fyrir gríðarlega háa upphæð heldur frekar fyrir upphæð sem eigendurnir geta ekki staðist. Ég er með mína eigin stefnu.“

En Dangote tók það fljótt fram að sú fjárfesting væri ekki í náinni framtíð, þrátt fyrir áhugann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert