Sheringham orðinn knattspyrnustjóri

Teddy Sheringham.
Teddy Sheringham. AFP

Teddy Sheringham, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður liða á borð við Nottingham Forest, Tottenham og Manchester United, var í dag ráðinn knattspyrnustjóri enska C-deildarliðsins Stevenage.

Þetta verður í fyrsta sinn sem Sheringham sest í stól knattspyrnustjóra en hann hefur starfað sem sóknarþjálfari hjá West Ham.

Sheringham er 49 ára gamall sem lauk knattspyrnuferli sínum hjá Colchester árið 2008. Hann léjk 51 landsleik fyrir Englendinga á árunum 1993 til 2002 og skoraði í þeim 11 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert