25 milljarðar undir á Wembley

Aitor Karanka knattspyrnustjóri Middlesbrough
Aitor Karanka knattspyrnustjóri Middlesbrough AFP

Það verður mikið í húfi á Wembley á mánudaginn þegar Middlesbrough og Norwich mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Menn tala um að þetta sé verðmætasti leikurinn í boltanum í dag en 120 milljónir punda eru í húfi en sú upphæð jafngildir 25 milljörðum íslenskra króna.

Middlesbrough hefur ekki leikið í deild þeirra bestu síðan árið 2009 en liðið hafnaði í fjórða sæti í deildinni. Norwich féll úr úrvalsdeildinni árið 2014 en liðið endaði í þriðja sæti, stigi á undan Middlesbrough.

Middlesbrough þarf að yfirstíga erfiða hindrun en liðið hefur tapað fjórum öllum fjórum leikjum sínum á Wembley.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert