Sé enga ástæðu til að fara frá Swansea

Gylfi Þór fagnar marki með Swansea.
Gylfi Þór fagnar marki með Swansea. mbl.is/afp

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea City, endar flott tímabil sitt í ensku úrvalsdeildinn á Selhurst Park á morgun þegar liðið sækir Crystal Palace heim í lokaumferð deildarinnar.

Gylfi getur svo sannarlega verið stoltur af frammistöðu sinni sem og Swansea-liðið, en hvernig sem fer á morgun verður áttunda sætið hlutskipti velska liðsins.

Það er besti árangur liðsins frá upphafi í deild þeirra bestu sem og stigasöfnun en Swansea er fyrir leikinn í dag með 56 stig og státar af því að hafa unnið alla fjóra leiki sína gegn liðum á borð við Arsenal og Manchester United.

Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag er rætt við Gylfa Þór um leiktíðina, sem er renna sitt skeið, vistaskiptin frá Tottenham, framhaldið hjá Swansea og fleira.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert