„Ef eigendurnir vilja að ég fari þá fer ég“

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool.
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool. AFP

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, viðurkennir það að framtíð hans hangir í lausu lofti eftir 6:1 tap liðsins gegn Stoke City í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Liverpool hafnaði í 6. sæti deildarinnar þetta árið. Meistaradeildardraumurinn var fljótt úti, en liðið komst ekki upp úr riðlinum og fór því í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið beið lægri hlut fyrir Besiktas.

Liðið fór í undanúrslit enska bikarsins, en ljósu punktarnir voru afar fáir þetta tímabilið. Það var því eftir öllu að liðið skyldi tapa 6:1 gegn Stoke í dag, en Rodgers viðurkennir fúslega að framtíð hans hjá félaginu er óörugg.

„Ég hef alltaf sagt það að ef eigendurnir vilja að ég fari þá fer ég. Mér finnst ég samt hafa margt fram að færa hér. Það hefur margt gerst á þessu ári sem hefur gert starfið erfiðara,“ sagði Rodgers.

„Þessi frammistaða í dag var ekki að hjálpa mér og ég geri mér grein fyrir því,“ sagði Rodgers að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert