Falcao fær ekki samning hjá United

Radamel Falcao.
Radamel Falcao. AFP

Kólumbíski framherjinn Radamel Falcao mun halda aftur til Mónakó eftir tímabilið en hann hefur fengið þau skilaboð frá Manchester United að hann verði ekki lengur í herbúðum félagsins.

United fékk Falcao að láni en átti forkaupsrétt á leikmanninum. Louis van Gaal, stjóri United, hefur ákveðið að semja ekki við framherjann sem hefur engan veginn staðið undir væntingum en verðmiðinn á Kólumbíumanninum er 43,2 miljónir punda sem jafngildir tæplega níu milljörðum íslenska króna.

Falcao hefur komið við sögu í 26 leikjum með United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og hefur í þeim skorað fjögur mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert