Gylfi fékk frí í lokaumferðinni

Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Swansea
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Swansea AFP

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, fékk frí í lokaumferð deildarinnar í dag, en hann ákvað að skella sér til Bandaríkjanna í golf með bróður sínum.

Það voru eflaust margir sem ráku augun í það að Gylfi var ekki í leikmannahópnum hjá Swansea gegn Crystal Palace í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en hann hefur reynst liðinu afar dýrmætur á þessari leiktíð.

Íslenski landsliðsmaðurinn fékk frí í síðustu umferðinni og ákvað í kjölfarið að skella sér til Bandaríkjanna í golf, en bróðir hans birti mynd af Gylfa á samskiptavef Instagram í dag.

Íslendingar eru eflaust afar sáttir við að Gylfi hafi verið hvíldur, en íslenska landsliðið á erfiðan leik fyrir höndum gegn Tékklandi í undankeppni Evrópumótsins um miðjan júní og hvíldin því kærkomin.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://instagram.com/p/3EZCtelk0F/" target="_top">Þessi er ekki í liðinu í dag #florida #swansea #golf</a>

A photo posted by Ólafur Már Sigurðsson (@olimargolf) on May 24, 2015 at 7:49am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert