Ætlum að berjast um titilinn

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var sáttur með sína menn í …
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var sáttur með sína menn í dag. AFP

„Theo Walcott var magnaður í dag. Hann var í banastuði mjög svo hreyfanlegur,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal á Englandi, eftir 4:1 sigur liðsins á WBA í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Walcott gerði þrennu fyrir Arsenal í dag, en liðið endaði í 3. sæti deildarinnar með 75 stig, fimm stigum á undan Manchester United.

Arsenal er einnig komið í bikarúrslit gegn Aston Villa, en Wenger segir að stefnan sé að berjast um titilinn á næstu leiktíð.

„Við byrjuðum tímabilið ekkert sérstaklega vel, en við unnum okkur inn í það og urðum sterkari með hverjum leiknum. Eftir áramót þá fórum við að sýna hinum liðunum samkeppni,“ sagði Wenger.

„Við erum núna komnir í Meistaradeild Evrópu, en við viljum meira. Við ætlum að berjast um titilinn á næstu leiktíð, en fyrst viljum við vinna enska bikarinn næstu helgi,“ sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert