Féll og byrjar í þriggja leikja banni

Abel Hernandez í leik með Hull.
Abel Hernandez í leik með Hull. AFP

Abel Hernandez, framherji Hull City sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor, mun byrja næstu leiktíð í B-deildinni í þriggja leikja banni.

Hann fær bannið fyrir að kýla Phil Jones, varnarmann Manchester United, í lokaumferð úrvalsdeildarinnar um helgina. Hernandez viðurkenndi brot sitt fyrir enska knattspyrnusambandinu í dag, en atvikið náðist á myndbandsupptöku og var honum ekki refsað í leiknum sjálfum.

Hernandez var keyptur til Hull á tíu milljónir punda síðasta sumar, en skoraði aðeins fjögur mörk í 24 leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert