Young dásamar Louis van Gaal

Ashley Young.
Ashley Young. AFP

Ashley Young fer fögrum orðum um Louis van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United og þau áhrif sem hann hefur á leikmenn í pistli sem birtist á heimasíðu félagsins í dag. 

„Ég hef virkilega notið þess að spila fótbolta á ný. Ég komst aftur í gang og naut hverrar mínútu (á tímabilinu),“ sagði Young meðal annars í pistli sínum en Manchester United lenti í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í ár og tryggði sér þar með þátttöku í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

„Það að vinna með Louis van Gaal hefur verið frábær reynsla. Alveg frá undirbúningstímabilinu talaði hann um sýn sína á fótboltann og hvað hann vildi fá frá okkur. Öll litlu smáatriðin á æfingum, bara það hvernig hann kom félaginu aftur af stað á sinn hátt, þetta hefur verið frábært,“ sagði Young og hélt áfram.

„Og fyrir mig að fá tækifærið til þess að spila undir hans stjórn og vinna með honum á hverjum degi, það hefur verið frábært, sagði Ashley Young, alsæll.

Hérna má lesa pistilinn í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert