Látinn fara eftir krabbameinsmeðferð

Jonas Gutierrez fagnar marki sínu á dögunum.
Jonas Gutierrez fagnar marki sínu á dögunum. AFP

Newcastle United, sem rétt hélt sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, gaf það út í kvöld að tveir leikmenn liðsins fái ekki endurnýjun á samningi sínum.

Þeir Ryan Taylor og Jonas Gutierrez eru því í leit að nýju félagi, en þeir voru báðir mikið frá í vetur. Taylor hefur verið meira og minna meiddur síðustu tvö ár, en Gutierrez greindist með krabbamein og var í kjölfarið frá og óvíst hvort hann mundi snúa aftur, en hann gerði það þó í vor.

Gutierrez var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins og var klappað lof í lófa í hvert sinn sem hann snerti boltann eftir endurkomuna í vor. Hann skoraði síðasta mark Newcastle á tímabilinu sem gulltryggði áframhaldandi veru þess í deildinni.

Gutierrez tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni í kvöld. Þar þakkaði hann stuðningsmönnum Newcastle fyrir sig, en gagnrýndi Mike Ashley, eiganda félagsins, fyrir afskiptaleysi á meðan á meðferðinni stóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert