Rodgers fundar með eigendum

Brendan Rodgers átti ekki góðu gengi að fagna á tímabilinu.
Brendan Rodgers átti ekki góðu gengi að fagna á tímabilinu. AFP

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool mun funda með eigendum liðsins á næstu tveimur sólarhringum.

Tom Werner, bandarískur stjórnarformaður félagsins, er á leið til Liverpool að hitta Rodgers og mun þar ræða við hann um gengi liðsins á tímabilinu.

Samkvæmt Liverpool Echo mun John Henry, aðaleigandi Liverpool, ekki mæta á fundinn.

Liverpool endaði ensku úrvalsdeildina á eins slæmum nótum og hægt var þegar liðið tapaði 6:1 gegn Stoke en tapið var það stærsta í 61 ár en Liverpool endaði í 6. sæti deildarinnar.

Rodgers er samningsbundinn Liverpool til næstu þriggja ára en hann gerði nýjan fjögurra ára samning við liðið fyrir ári síðan sem þýðir að væna fúlgu þarf til þess að losna við hann.

Fréttir frá félaginu eftir tapið stóra segja að staða hans sé ekki í hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert