United á von á sterkum mótherja í umspili

Leikmenn Manchester United vilja mæta aftur til leiks í Meistaradeildinni.
Leikmenn Manchester United vilja mæta aftur til leiks í Meistaradeildinni. AFP

Manchester United endaði í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en sætið gefur þátttökurétt í umspili fyrir riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og ljóst að mögulegir mótherjar þar eru ekkert slor.

Meðal þeirra liða sem United getur dregist á móti er franska liðið Mónakó, sem meðal annars sló Arsenal út úr 16-liða úrslitum keppninnar í ár. Radamel Falcao, framherjinn sem var í láni hjá United í vetur, er einmitt leikmaður Mónakó og gæti því gert sínum gömlu félögum grikk ef þau dragast saman.

United var ekki í Meistaradeildinni í vetur eftir dapurt tímabil þar á undan þar sem liðið endaði í sjöunda sæti undir stjórn Davids Moyes, en liðið hefur unnið þessa keppni þrívegis.

Mögulegir mótherjar Man Utd í umspili, leikið er heima og heiman:
Anderlecht (3. sæti í Belgíu)
CSKA Moskva (2. sæti í Rússlandi)
Fenerbahce (2. sæti í Tyrklandi)
Mónakó (3. sæti í Frakklandi)
Lazio (3. sæti á Ítalíu)
Panathinaikos (2. sæti í Grikklandi)
Sparta Prag (2. sæti í Tékklandi)
Sporting Lissabon (3. sæti í Portúgal)
Young Boys (2. sæti í Sviss)

Af þessum liðum hafa tvö spilað til úrslita. Mónakó gerði það árið 2004 og Panathinaikos árið 1971. CSKA Moskva komst í átta liða úrslit árið 2010 og Fenerbahce árið 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert