Clyne búinn að skrifa undir hjá Liverpool

Nathaniel Clyne við undirskriftina í dag.
Nathaniel Clyne við undirskriftina í dag. Heimasíða Liverpool

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool samdi í dag við enska hægri bakvörðinn, Nathaniel Clyne, frá Southampton, en þetta kemur fram á heimasíðu Liverpool í dag.

Clyne, sem er 24 ára gamall, er uppalinn hjá Crystal Palace, en hann á að baki 137 leiki fyrir félagið.

Hann samdi við Southampton árið 2012 og hefur síðan þá leikið 104 leiki fyrir félagið, en frammistaða hans hefur skilað honum sæti í enska landsliðshópnum.

Liverpool og Southampton hafa verið í viðræðum í nokkrar vikur um kaup á Clyne, en hann skrifaði í dag undir langtímasamning við félagið. Kaupverðið er talið nema um 12,5 milljónum punda.

Þetta er sjötti leikmaðurinn sem Liverpool fær í sumar, en félagið er þegar búið að semja við þá Roberto Firmino, Joe Gomez, Adam Bogdan, James Milner og Danny Ings.

FÉLAGASKIPTI Í ENSKA FÓTBOLTANUM

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert