Hver tekur við Leicester City?

Sam Allardyce er einn þeirra sem þykir koma til greina …
Sam Allardyce er einn þeirra sem þykir koma til greina sem næsti stjóri Leicester. AFP

Leicester City hefur hafið leit að nýjum knattspyrnustjóra eftir að þau óvæntu tíðindi bárust í gærkvöld að Nigel Pearson hafi verið rekinn úr starfi.

Enskir fjölmiðlar eru þegar farnir að kasta fram nöfnum sem koma til greina í stjórastarfið og þeir sem hafa verið nefndir á nafn eru til að mynda Sam Allardyce, fyrrerandi stjóri West Ham, Sean Dyche knattspyrnustjóri Burnley, Michael Laudrup þjálfari Lekhwiya í Katar og fyrrum stjóri Swansea, Patrick Vieira fyrrverandi leikmaður Arsenal sem starfar nú fyrir Manchester City og Neil Lennon knattspyrnustjóri B-deildarliðs Bolton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert