Manchester eini áfangastaðurinn

Sergio Ramos ásamt Cristiano Ronaldo.
Sergio Ramos ásamt Cristiano Ronaldo. AFP

Knattspyrnumaðurinn Sergio Ramos hjá Real Madrid getur aðeins hugsað sér að færa sig um set frá Madridarfélaginu ef áfangastaðurinn er Manchester United.

Þetta segir fyrrverandi forseti Real Madrid, Ramon Calderon, en Manchester United hefur þegar boðið í kappann 28,6 milljónir punda. „Ég veit að Sergio hefur sagt okkur að hlusta á tilboð sem við fáum frá Manchester United. Hann vill bara fara til United,“ sagði Calderon.

Sögusagnir hafa verið um það að kappinn sé að tengja sig við United til þess að fá betri samning hjá Real Madrid en Calderon segir það ekki rétt. Hann segir Ramos vera óánægðan með það áhugaleysi sem Real á að hafa sýnt honum og að málin hafi einungis orðið verri. Ramos gekk í raðir Real Madrid frá Sevilla árið 2006 og á að baki 128 landsleiki fyrir Spánverja. peturhreins@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert