Liverpool landar ungstirni

Bobby Adekanye á góðru stundu með Luis Suarez þegar þeir …
Bobby Adekanye á góðru stundu með Luis Suarez þegar þeir voru á mála hjá Ajax. mbl.is / weloba.com

Liverpool hefur tryggt sér þjónustu hins unga og efnilega Bobby Adekanye, en þetta kemur fram á Instagram síðu leikmannsins.

Bobby Adekanye kemur á frjálsri sölu til Liverpool, en leikmaðurinn losnaði undan samningi við Barcelona þar sem FIFA taldi að Barcelona hafi staðið ólöglega að félagaskiptum hans frá Ajax.

Bobby Adekanye er fæddur í Nígeríu, en hefur hollenskt ríkisfang eftir að hafa búið í Hollandi frá unga aldri. Bobby Adekanye var í láni hjá hollenska liðinu PSV Einhoven á síðastliðnu tímabili, en leikmaðurinn sem er 16 ára gamall þykir mikið efni.

Forráðamenn Liverpool hafa verið duglegir á félagaskiptamarkaðnum en James Milner, Joe Gomez, Adam Bogdan, Danny Ings, Roberto Firmino og Nathaniel Clyne gengið til liðs við Rauða herinn í sumar.

Þá eru Mateo Kovacic og Christian Benteke sterklega orðaðir við félagið þessa dagana.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert