Upplifði 99% af draumum sínum

Steven Gerrard með Galaxy-treyjuna.
Steven Gerrard með Galaxy-treyjuna. Mynd/LA GALAXY/Robert Mora.

Steven Gerrard segir í nýju viðtali við hann vestan hafs að hann hafi upplifað 99% af því sem hann hafi dreymt um að gera með Liveropol en að þráin fyrir annars konar lífsreynslu hafi togað hann til LA Galaxy á vesturströnd Bandaríkjanna.

Gerrard verður opinberlega tilkynntur sem leikmaður liðsins um helgina í hálfleik í leik LA Galaxy við Toronto. Gerrard mun leika í treyju númer 8, líkt og hann gerði með Liverpool lengst af.

„Ég fékk nokkur góð tilboð í Evrópu en ég vildi nýja áskorun þar sem ég myndi stíga út fyrir þægingahringinn. Að búa í burtu fjarri heimili mínu þar sem ég fengi nýja lífsreynslu,“ sagði Gerrard.

Hann spilar mögulega sinn fyrsta leik þann 11. júlí í vináttulek gegn Club America.

„Ég mun gefa allt í þetta. Mér líkar ekki vel að tapa, ég mun gera allt sem ég get til að vinna fótboltaleiki," sagði Gerrard.

„Ég hef verið að gera það sama frá því að ég hætti í skóla 16 ára gamall og það var að spila fyrir Liverpool og ég naut þess í botn allan tímann. Ég náði 99% af draumum mínum þar. Þegar ég hætti í fótbolta langar mig til þess að geta sagt að ég hafði reynt að gera eitthvað öðruvísi - að ég hafi ekki bara verið á einum stað, þrátt fyrir að ég hafi notið hverrar mínútu,(í Liverpool)" sagði Gerrard.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert