Milner tekur sjöuna hjá Liverpool

James Milner við undirskriftina í dag.
James Milner við undirskriftina í dag. Heimasíða Liverpool

Enski landsliðsmaðurinn, James Milner, var í dag kynntur sem nýr leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu frá Manchester City.

Milner, sem er 29 ára gamall, hefur undanfarin ár leikið með Manchester City, en hann hann hefur unnið ensku úrvalsdeildina tvívegis auk þess sem hann hefur unnið FA-bikarinn og enska deildabikarinn.

Hann hefur þá leikið með liðum á borð við Aston Villa, Newcastle United og Leeds, en hann var í dag formlega kynntur sem leikmaður Liverpool.

Hann kom á frjálsri sölu eftir að samningur hans hjá Manchester City rann út. Hann mun klæðast treyju númer 7, en eins og flestum er kunnugt þá lék Luis Suarez síðast í treyjunni áður en hann var seldur til Barcelona.

„Ég vil fylla verðlaunaskápinn minn af medalíum. Það er ástæðan fyrir því að ég kom hingað og ég vil njóta fótboltans, spila vel og sýna fólk hvað ég ger fær um að gera,“ sagði Milner.

„Þetta er ótrúleg tilfinning. Það er frábært að vera hérna og ég hugsaði þetta yfir sumarið og þegar ég komst að niðurstöðu þá hreinlega gat ég ekki beðið eftir því að koma hingað,“ sagði hann ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert